8 dagar/7 nætur
29. maí – 5. júní 2026
Fararstjóri: Guðný Sigurðardóttir & Sigurbjörg Magnúsdóttir
Gengið um hinar einstöku Dalmatíueyjar í Króatíu – Einstök náttúrufegurð og upplifun.
Dalmatía er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og blæbrigði Miðjarðarhafsins. Ógleymanleg upplifun í þessu umhverfi með gönguferðum og eyjahoppi á mismunandi eyjur á þessu svæði. Á ferð okkar upplifum við fallega náttúru, menningu og minjar, einstaka gamla bæi sem hafa staðist tímans tönn og eru lýsandi fyrir sögu staðarins. Dalmatíuströndin er ein af sannkölluðum perlum Evrópu þar sem finna má tærasta vatn Adríahafsins og er rík af menningar og sögulegum minjum sem við munum kynnast í þessarri ferð. Heimsóknir til Brač, Hvar, Korčula eyja og Pelješac-skagans áður en ferðinni lýkur í Dubrovnik. Að ferðast gangandi um þennan einstaka heimshluta er upplifun sem allir ættu að geta notið til hins ýtrasta. Þar munum við njóta hefðbundins matar beint frá býli auk þess að kynnast hefðum og sögu sem nóg er af við hvert fótmál. Þar að auki býður þessi hluti Króatíu upp á stórbrotnar víkur fyrir sundferðir og köfun og þess að njóta sjávar og stranda í öruggu umhverfi.
Einungis 15 sæti í boði.
Skoða framboð og bóka
Skoða framboð og bóka: 29. maí – 5. júní 2026 >>>
Dagur-1
Beint flug frá Keflavík til Split, brottför kl 8:00, og áætluð lending kl 14:30. Rúta bíður okkar á flugvellinum og ekur á hótelið í Split
Við gistum á 4* hóteli í Split sem er einstaklega fallegur gamall bær sem ásamt Dubrovnik, þar sem við endum ferðina, eru taldir fegurstu gömlu bæirnir á svæðinu. Split er höfuðborg Dalmatíu, viðskiptamiðstöð og miðpunktur allra mikilvægustu tenginga við eyjarnar í kring. Gamli bærinn er einstakur og heillandi og þar við hliðina er Marjan-garðurinn sem býður upp á fallegar gönguleiðir rétt utan borgarmúranna.
Eftir innritun á hótelið og stuttan kynningarfund þar sem farið er yfir helstu drög ferðarinnar förum við í létta gönguferð um gamla bæinn í Split. Þessi ganga er valfrjáls(eins og aðrar göngur í ferðinni). Við njótum þess að skoða bæinn og öllum er frjálst að fara á eigin vegum og einnig að finna sér góðan veitingastað fyrir kvöldmat áður en haldið er til hótelsins aftur.
►Koma til Split og hópnum ekið á hótel
► Kynningarfundur um helstu atriði og fyrirkomulag
► Gönguferð um gamla bæinn í Split (Valkvætt)
► 4* hótel í Split
Dagur-2
Split – Bol (Brač Island)
Eyjan Brač er einstök vegna landslagsins sem tekur miklum breytingum frá austur til vesturstrandar.
Í miðhluta eyjunnar er fjöldi fjárhirða og þúsundir kinda og geita.
Brač er einnig fræg fyrir allar litlu kirkjurnar sem eru fjölmargar per ferkílómetra.
Þennan dag hefst gangan frá Bol. Tækifæri gefst til að fara upp á hæsta tind eyjunnar, Vidova Gora
eða ganga að hinu stórkostlega Blaca Hermitage & Monastery. Bol er einnig þekkt fyrir Zlatni Rat, fegurstu sandströnd króatíska hluta Adríahafsins.
►Morgunverður á hótelinu
► Bátsferð um morguninn frá Split til Bol, Brač island.
► Ganga – Valmöguleiki 1 | Erfiðleikastig 1 | Gengið frá Bol til Vidova gora og tilbaka til Bol
Lengd: 13km / Hækkun og lækkun +761m/-760m
► Þægileg gönguleið með dálítilli hækkun og ekki mjög krefjandi.
► Ganga – Valmöguleiki 2 | Erfiðleikastig 1 | Gengið frá Bol til Pustinja Blaca Monastery og til baka til Bol.
Lengd: 19km / Hækkun og lækkun +335m/-335m
► Mjög þægileg gönguleið og ekki krefjandi stígar.
► Hópurinn gistir á 4 * hóteli í Bol.
Dagur-3
Bol (Brač Island) – Hvar (Hvar island) | Dubovica Bay
Eyjan Hvar er þekkt fyrir seiðandi ilmi, þar sem renna saman fjölmargar tegundir miðjarðarhafsgróðurs og hinar ýmsu jurtir og lavender. Eyjan býður upp á dásamlegar gönguleiðir og víkur þar sem ölduniðurinn lætur hugann reika frá daglegu amstri eða hægt er að taka sundsprett í hinu kristaltæra Adríahafi. Þeir sem heimsækja eyjuna upplifa ríka sögu um hefðir eyjaskeggja, sérstaklega í Hvar, sem er einn af fallegustu bæjunum við Adríahafið. Virkið sem gnæfir virðulega yfir bænum, heillandi steinhúsin, líflegt torgið og stórbrotin staðsetningin skapa ógleymanlega upplifun. Í Hvar er einnig mikið um gómsæta matarmenningu, bæði inni í bænum og meðfram gönguleiðunum, þar sem einnig má finna nokkrar litlar sveitakrár.
► Morgunverður á hótelinu
►Bátsferð frá Milna (Brač island) til Hvar (Hvar island)
► Ganga – | Erfiðleikastig 2 | Gengið frá Hvar til Dubovica bay
Valmöguleiki 1: Lengd: 11,7 km / Hækkun og lækkun +260m/-245m
Valmöguleiki 2: Lengd 20,2 km / +609/-600m
► Þægilegar gönguleiðir með dálítilli hækkun og ekki mjög krefjandi stígar.
► Rútuferð frá Dubovica aftur til Hvar.
► Hópurinn gistir á 4 * hóteli í Hvar.
Dagur-4
Hvar | Hvíldardagur frá göngu eða létt ganga
Frídagur á eyjunni Hvar. Í dag er kjörið tækifæri til að kanna eyjuna á annan hátt, ferðast lengra, skoða falleg lítil þorp og heimsækja austurhluta eyjarinnar.
► Morgunverður á hótelinu
Nokkrar hugmyndir að frídegi:
► Gönguferð um bæinn í Hvar, setjast á kaffihús og njóta
► Ganga á Sveti Nikola
► Ferðast til austurhluta Hvar t.d. Stari Grad, Jelsa o.fl.
Dagur-5
Hvar (Hvar island) – Korčula (Korčula island) | Lumbarda
Bærinn Korčula er staðsettur á eyju sem ber sama nafn Korčula island, og hefur að geyma fjársjóði eins og steinhús, lífleg torg og framúrskarandi matargerð. Korčula er staður til að njóta og upplifa sögu og hefðir en er einnig upphafsstaður fyrir göngu dagsins. Í dag verður gengið yfir á hinn enda eyjunnar, þar sem Lumbarda bíður eftir okkur, heillandi umhverfi með ótal afþreyingar þar sem í boði er að synda, slaka á eða ganga eftir ströndinni.
► Morgunverður á hótelinu
►Bátsferð frá Hvar til Korčula
► Ganga – | Erfiðleikastig 3| Gengið frá Korčula til Lumbarda og tilbaka | Hringleið.
► Lengd: 16.8km, Hækkun/lækkun +180m/-170m
► Þægileg gönguleið og ekki mjög krefjandi stígar.
► Hópurinn gistir á 4 * hóteli í Korčula.
Dagur-6
Korčula (Korčula island) – Mljet Island | Mljet National Park
Þjóðgarðurinn á Mljet, sem er staðsettur á vesturhluta Mljet-eyjar, er einn af náttúruundrum Króatíu. Garðurinn einkennist af gróðursælum furuskógum, einstökum saltvatnslónum og kyrrlátu andrúmslofti sem gerir hann að hinum fullkomna stað til göngu og náttúruskoðunar.
Vinsælustu gönguleiðirnar liggja í kringum Veliko Jezero (Stóra vatnið) og Malo Jezero (Litla vatnið), þetta eru saltvatnslón sem tengjast saman og eru umkringd skuggsælum göngustígum. Auðveldar gönguleiðir liggja meðfram lónunum og bjóða upp á stórbrotið útsýni ásamt ilm af furutrjám og sjávarlofti.
Gönguferð í Þjóðgarðinum á Mljet er róandi og endurnærandi og fullkomin leið til að upplifa græna skóga eyjunnar, tært vatnið og hina tímalausu kyrrð.
► Morgunverður á hótelinu
►Bátsferð frá Korčula til Pomena (Mljet Island)
► Ganga | Gengið frá Pomena á eyjunni Mljet og til baka. | Hringleið (Veliko og Malo Jezero)
► Hópurinn gistir á 4 * hóteli í Pomena.
Dagur-7
Sobra (Mljet island) – Dubrovnik | Gamli bærinn í Dubrovnik
Í dag hefjum við ferðalagið á sjó, frá Split í gegnum Dalmatíueyjarnar til Dubrovnik, sem stundum er nefnt „suðurhliðið“ að Dalmatíu. Dubrovnik er einstaklega falleg borg þar sem steingötur og hús innan borgarveggjanna leiða gesti og gangandi inn í ríka og stormasama sögu borgarinnar. Í Dubrovnik er að finna „The Green Oasis of Lokrum“ þar sem við leggjum upp í göngu síðdegis. Einnig er hægt velja um að ganga með ströndinni til borgarinnar Dubrovnik eða jafnvel taka hring og ganga upp á fjallið Mount Srð þaðan sem blasir við stórkostlegt útsýni.
► Morgunverður á hótelinu
►Bátsferð frá Sobra til Dubrovnik.
► Ganga – | Gönguferð um gamla bæinn í Dubrovnik
► Lengd: 7km, Hækkun/lækkun +135/-130m
► Hópurinn gistir á 4 * hóteli í Dubrovnik
Dagur-8
Dubrovnik | Split – Heimferð
► Morgunverður á hótelinu
►Ekið frá Dubrovnik til flugvallarins í Split
►Beint flug frá Split til Keflavíkur, brottför kl 15:30, og áætluð lending kl 18:00.
Upplýsingar
Innifalið:
- Beint flug frá Keflavík til Split
- Flugvallargjöld og skattar ásamt 20 kg ferðatösku og handfarangri
- 7 nætur á 3-4*hótelum með morgunverði alla daga.
- GPS og kort fyrir allar gönguleiðir.
- Kynningarfundur í Split á fyrsta degi.
- Innlendur leiðsögumaður (UIMLA, Croatia PS) alla göngudagana.
- Íslensk fararstjórn
- Rútuferðir til og frá flugvelli
- Allar rútu og bátsferðir
- Neyðarsímanúmer og þjónusta allan sólarhringinn (24/7).
- Borgaraskattur og VSK.
Ekki innifalið:
- Aðgangsmiðar að þjóðgörðum og náttúruverndarsvæðum.
- Ferða- og heilsutryggingar.
- Önnur persónuleg þjónusta á meðan dvöl stendur
- Matur og drykkur (nema morgunverður á gististöðum)
- Þjórfé.
Athugið:
Dagskrá getur verið breytileg vegna utanaðkomandi áhrifa t.d. veðurfar. Ekki er dregið úr fjölda né gæðum upplifunar. Breytingar á dagskrá innifela ekki í sér endurgreiðslu eða afslátt á ferð. Við bókun skal taka fram hverskonar fæðuóþol eða ofnæmi þannig að sem best sé hægt að koma til móts við þarfir allra gesta.
Bókanir
Skoða framboð og bóka: 29. maí – 5. júní 2026 >>>
Verð á mann m.v tvo í herbergi: 450.000 ISK m.v tvo í herbergi
Verð fyrir einstaklingsherbergi: 480.000 ISK
Staðfestingargjald greiðist við bókun og er 70.000kr.
Skilmálar
Greiðslu upplýsingar
- Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
- Staðfestingargjald á ferð eru 70.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
- Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.
Afbókanir
Ef afbókað er 6 vikum fyrir brottför, er pöntun felld niður. Ef afbókað er seinna eða ef ekki er mætt er engin endurgreiðsla.
Áfram Flakk áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða sameina ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.
