Gönguferðir - Menningarferðir - Siglingar

Skapaðu ógleymanlegar minningar, áfram flakk.

Days Days

Áfram Flakk býður nú upp á göngu- og upplifunarferðir erlendis. Við bjóðum ferðaþyrstum upp á einstaka upplifun þar sem öll skilningarvit fá að njóta alls þess besta sem áfangastaðirnir hafa upp á að bjóða hverju sinni.

Okkar helsta markmið er að skapa ógleymanlegar minningar ásamt því að upplifa menningu, mat- og drykk að hætti innfæddra á þeirra heimaslóðum.

Okkar helstu

Áfangastaðir

Fjöll og strendur á Amalfi

Amalfiströndin er ein af þekktari svæðum Ítalíu og ekki síst fyrir einstaka náttúrufegurð sem einkennist af stórkostlegum klettum, kristaltærum sjó, gróskumikilli náttúru og heillandi strandbæjum. Að ganga um perlur Amalfi lætur engan ósnortinn og þessa ferð ættu náttúruunnendur ekki að láta fram hjá sér fara. Gönguleiðirmar eru eins misjafnar og þær eru margar, allt frá auðveldum stígum til krefjandi fjallgöngu.

Skoða Nánar

21-28. apríl 2024 / 15-22. september 2024 /  6-13. október 2024

Sæludagar á Sikiley

Sikiley, stærsta eyja Miðjarðarhafsins og einna þekktust fyrir mikla og ríkulega sögu, menningu, töfrandi landslag og dýrindis matargerð. Sikiley státar af fjölbreyttri og sögulegri menningu þar á meðal grískum, rómverskum, arabískum, norrænum og spænskum áhrifum sem hafa sett mark sitt á arkitektúr, list og hefðir.

Skoða Nánar

29. september 2024 til 6. október 2024