8 dagar/7 nætur
29. september – 6. október 2024
Fararstjóri: Sigurbjörg og Guðný
Sikiley, stærsta eyja Miðjarðarhafsins og einna þekktust fyrir mikla og ríkulega sögu, menningu, töfrandi landslag og dýrindis matargerð. Sikiley státar af fjölbreyttri og sögulegri menningu þar á meðal grískum, rómverskum, arabískum, norrænum og spænskum áhrifum sem hafa sett mark sitt á arkitektúr, list og hefðir. Eyjan er fræg fyrir fallegar strendur, fornar rústir og líflegar borgir. Sikiley er heillandi áfangastaður sem býður upp á óteljandi möguleika sem meðal annars innihalda blöndu af sögu, náttúrufegurð og matreiðslu. Á ferð okkar um Sikiley dveljum við á 4* stjörnu hóteli, Insulae Pool&Suites sem staðsett er í Cefalú. Cefalú er fallegur, sögulegur strandbær og einstaklega vel staðsettur til að fara í dagsferðir til annarra staða á eyjunni.
Í ferðinni munum við njóta ítalskrar menningar og matargerðar ásamt því að brjóta upp dagana með því að ganga fallegar gönguleiðir með leiðsögn, fara í bátsferð meðfram ströndum Sikileyjar og hjóla um Madonie Park. Þetta er ferð sem verður ógleymanleg upplifun í alla staði.
Skoða framboð og bóka
29. september – 6. október 2024 Bóka >>> |
Dagur-1
Koma til Sikileyjar
Flug til Rómar með Icelandair, brottför kl 8:30 frá Keflavík og áætluð lending í Róm kl 15:00. Tengiflug með Alitalia frá Róm til Palermo á Sikiley, brottför kl 17:10 og áætluð lending kl 18:15. Leiðsögumaður bíður okkar á flugvellinum í Palermo og rúta sækir hópinn og ekur á hótelið Insulae Suite & Pool þar sem fer fram úthlutun herbergja og síðan kvöldmatur.
Dagur-2
Velkomin til Cefalú
Við hefjum daginn á að snæða morgunverð og því næst erum við boðin velkomin til Cefalú og hittum leiðsögumanninn okkar. Boðið er upp á fordrykk meðan farið er yfir dagskrá ferðarinnar ásamt fleiri atriðum sem gott er að vita. Eftir það er frjáls tími sem tilvalið er að nýta til slökunar við sundlaugarbakkann. Um kvöldið er förinni heitið á Taverna Tinchité, einstaklega sjarmerandi veitingastaður, sem sérhæfir sig í framleiðslu á sjávarréttum og við fáum einnig að bragða á lókal víni. Að loknum kvöldverði höldum við til baka á hótelið.
Dagur-3
LA ROCCA DI CEFALÚ (Ásamt matarupplifun)
Morgunverður á hótelinu og rúta sækir hópinn en í dag höldum við í göngu til Rocca di Cefalù. Hið 268 m háa bjarg sem rís fyrir aftan borgina er ómissandi viðkomustaður ferðalanga sem heimsækja Cefalù og vilja kynnast sögu og uppruna staðarins. Samkvæmt gömlum heimildum er þetta staðurinn sem borgin dregur nafn sitt af en fyrr á tímum var borgin kölluð Kephaloidion en hugtakið er upprunalega dregið af kefalis, sem á grísku þýðir höfuð og vísar bæði til lögun bjargsins og staðsetningu þess. Gengið er upp í móti eftir gömlum skógarstígum, meðfram gömlum virkisveggjum sem standa enn síðan frá miðöldum og þegar upp er komið er hæsta punkti náð, Rocca di Cefalú. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir alla borgina, allt frá Palermo til D’Orlando. Landslagið einkennist af kalksteinshellum sem margir eru aðgengilegir, auk þess að vera heimkynni ótal gróður- og dýrategunda. Þarna er einstakur Miðjarðarhafsgróður auk fjölmargra fuglategunda, broddgalta og ýmissa smádýra. Á leiðinni niður stoppum við í La Cantina del Barone og fáum að smakka á local framleiðslu bæði mat og víni. Að því loknu höldum við heim á hótel í kvöldverð.
✔ Erfiðleikastig: miðlungs
✔ Vegalengd: 1,5 km
✔ Hæðarmunur: 249 m
✔ Áætluð tímalengd ca. 4-5 klst
Dagur-4
HAPPY COOKING CLASS
Morgunverður á hótelinu og síðan frjáls dagur þar sem tilvalið er að slaka á eða taka skutlu í miðbæinn og skoða lífið þar. Í kvöld verðum við á hótelinu þar sem þemað er FOOD & FUN. Það þýðir einfaldlega tvennt! Mikill matur, mikið fjör!! Ljúfir tónar frá Sikiley á meðan við njótum þess að fá okkur fordrykk og kynningu á matnum sem við munum svo taka þátt í að útbúa. Á meðan kokkurinn útbýr réttina með okkur fáum við að heyra sögur um uppruna og tilurð réttanna, allt frá söfnun hráefnis og til framreiðslu réttanna fyrr á tímum. Á meðan öllu þessu stendur fáum við að taka þátt í hefðbundnum þjóðdönsum Sikileyjar á milli þess sem við fáum rauðvín, hvítvín og Marsala (vín). Þetta kvöld er ávísun á gleði og gaman!
Dagur-5
FJALLAHJÓL Í PIETRALIA (Ásamt matarupplifun)
Að loknum morgunverði á hótelinum ökum við til Pietralia sem er um það bil 1,5 klst akstur. Stígarnir í Madonie Park eru mjög góðir fyrir fjallahjól, malbikaðir hjólastígar með stórkostlegu panorama útsýni og leiðum sem eru svo mismunandi að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi allan ársins hring. Hjólaferðin okkar tekur um það bil 1,5 klst. Að því loknu stoppum við á einstökum stað, Nicuzza – Piccola Osteria Contemporanea þar sem við njótum þess að kitla bragðlaukana með local mat og víni. Í lok dags ökum við heim á hótel í kvöldverð.
✔ Erfiðleikastig: miðlungs
✔ Vegalengd með rútu: 70 km (1,5 klst)
✔ Vegalengd hjólaferðar: 11,3 km https://maps.app.goo.gl/1JkyfsLeR1XWzPUp8
✔ Hæðarmunur: 1173 m
✔ Áætluð tímalengd u.þ.b 6 klst
ATH. Þeir sem vilja geta leigt rafmagnshjól á 20 EUR aukalega
Dagur-6
HEIMSÓKN TIL CASTELBUONO
Morgunverður á hótelinu og síðan frjáls dagur þar sem tilvalið er að slaka á eða taka skutlu í miðbæinn og skoða lífið þar. Eftir hádegi heimsækjum við Castelbuono, ferðin tekur um 1 klst. Castelbuono er lítið þorp frá miðöldum, staðstett í Madonie Park. Miðbærinn er glæsilegur og vel varðveittur og umvefur gesti sína með afslöppuðu og notalegu andrúmslofti. Hér er eins og tíminn hafi ákveðið að standa í stað og á göngunni getur maður fengið á tilfinnguna að maður sé að ganga aftur til fortíðar. Tákn liðinna tíma er Ventimiglia Kastalinn, sem í dag hýsir hin ýmsu söfn frá fornleifum til nýlista, auk þess að vera samkomustaður fyrir ýmiskonar viðburði. Í kvöld njótum við þess að snæða kvöldverð á einum af bestu veitingastöðum bæjarins Ristorante Palazzaccio. Að loknum kvöldverði ekur rútan okkur aftur heim á hótel.
✔ Erfiðleikastig: auðvelt
✔ Vegalengd með rútu: 31km (50 mín)
✔ Vegalengd: 1,5 km
✔ Áætluð tímalengd ca. 6 klst
Dagur-7
BÁTSFERÐ
Við ljúkum ferðinni með stæl! Að loknum morgunverði hefst dásamleg bátsferð, þar sem siglt er á milli stranda með viðkomu á vel völdum stöðum þar sem hægt er að baða sig í miðjarðarhafinu. Léttur hádegisverður er um borð í GV BOATS ásamt drykkjum og léttum réttum. Snekkjurnar eru Sea Baron III and Ipso Facto. Þetta verður ógleymanlegur dagur!
Síðdegis verður hópurinn sóttur og ekið heim á hótel þar sem gefst frjáls tími og síðan kvöldmatur.
Dagur-8
Heimferð
Morgunverður á hótelinu og síðan verður okkur ekið til flugvallarins í Palermo. Flug til Rómar með Alitalia, brottför kl 12:00 frá Palermo og áætluð lending í Róm kl 13:10. Beint flug með Icelandair frá Róm til Keflavíkur, brottför kl 16:00 og áætluð lending kl 18:50
Upplýsingar
Innifalið
- Beint flug fram og til baka með Icelandair til Rómar
- Innanlandsflug frá Róm til Palermo á Sikiley
- Flugvallargjöld og skattar ásamt ferðatösku og handfarangri
- Rútuferð til og frá flugvelli í Palermo
- Standard hótelherbergi á 4 stjörnu hóteli – ⦁ Insulae Resort Suites & Pool Lodge
- Fordrykkur í boði hótelsins
- Hálft fæði (kvöld- og morgunmatur)
- Matarupplifun og smakk á þeim dögum sem við á
- Rúta til og frá hóteli í skoðunarferðir
- Íslensk fararstjórn og leiðsögn með innlendum leiðsögumanni
- Borgarskattur
- Trygging (Operational Center Ima Italia Assistance SpA – Opið allan sólarhringinn fyrir læknisaðstoð
Ekki innifalið
- Drykkir á meðan dvöl stendur
- Borgarskattur/þjórfé (Ef við á)
- Önnur persónuleg þjónusta á meðan dvöl stendur
- Rafhjól ef óskað er
Athugið:
Dagskrá getur verið beytileg vegna utanaðkomandi áhrifa t.d. veðurfar. Ekki er dregið úr fjölda né gæðum upplifunar. Breytingar á dagskrá innifela ekki í sér endurgreiðslu eða afslátt á ferð. Við bókun skal taka fram hverskonar fæðuóþol eða ofnæmi þannig að sem best sé hægt að koma til móts við þarfir allra gesta.
Bókanir
Til að bóka ferð er valin dagsetning efst undir “Skoða framboð og bóka” við viðkomandi ferð.
Verð fyrir tvíbýli 469.900 ISK fyrir tvo fullorðna á mann.
Verð fyrir einbýli 510.000 ISK.
Staðfestingargjald greiðist við bókun og er 35.000kr.
Skilmálar
Greiðslu upplýsingar
- Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
- Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
- Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.
Afbókanir
Ef afbókað er 6 vikum fyrir brottför, er pöntun felld niður. Ef afbókað er seinna eða ef ekki er mætt er engin endurgreiðsla.
Áfram Flakk áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða sameina ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.