Ferðalýsing: Ævintýraeyjan Ischia, stærsta eyja Napólíflóa en líklega sú lítt þekktasta. Þessi draumaeyja býður upp á margskonar upplifun sem við hjá Áfram Flakk ætlum að færa ykkur í formi hreyfingar, matar- og vínsmökkunar, slökunar og alls þess besta sem þessi græna eyja hefur upp á að bjóða.
Á Ischia er að finna ósnortna náttúru, langar baðstrendur, náttúruböð, framúrskarandi vínrækt og matarupplifun sem allt er ræktað af heimamönnum. Eyjan er oft kölluð Græna eyjan og ekki af ástæðulausu þar sem hún er einstaklega gróskumikil og býður upp á stórfenglegt panorama útsýni í allar áttir. Ischia býr ennþá yfir sínum upprunalega sjarma þar sem hún er að mörgu leyti ennþá ósnortin, ólíkt Capri t.d. sem er gríðarlega vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna. Verðlagið á Ischia er viðráðanlegt og töluvert ódýrara en gengur og gerist á öðrum ferðamannastöðum Amalfi strandarinnar.
Á ferð okkar um Ischia munum við upplifa helstu gimsteina eyjunnar ásamt að njóta alls hins besta í mat og drykk. Þessi ferð er því sannarlega stórkostleg upplifun fyrir sál og líkama.
Skoða framboð og bóka
4-11. júní 2023 Fararstjóri Uppselt | 11-18. júní 2023 Fararstjóri Uppselt | 10-17 sept 2023 Fararstjóri Uppselt | 17-24 sept 2023 Fararstjóri Uppselt | 1-8. okt 2023 Fararstjóri Uppselt | 15-22. okt 2023 Fararstjóri Uppselt |
Dagur-1

Koma til Ischia
Brottför kl 8:30 með Icelandair til Rómar. Rúta bíður okkar á flugvellinum og ekur okkur til Pozzuoli þar sem við tökum ferju yfir til Ischia. Rútuferð frá höfninni á Ischia að hótelinu þar sem fer fram úthlutun hótelherbergja og kvöldmatur.
Dagur-2

Ganga upp á Mouth of Tifeo (ásamt vínsmökkun)
Við byrjum þennan dag í rólegheitum með morgunverð á hótelinu og frítíma fram yfir hádegi. Síðdegis leggjum við af stað og könnum goðsögnina “risann af Tifeo”. Gengið verður upp fallegan stíg, umvafinn miðjarðarhafsgróðri, framhjá einstökum brunnum sem grafnir eru í grænt móberg og glæsilegum víngörðum með stórfenglegu útsýni yfir bæinn Forio og eyjuna Ventotene sem blasir við okkur við sjóndeildarhringinn. Á leið okkar til baka heimsækjum við einstakan vínkjallara þar sem okkur býðst vínsmökkun á meðan við njótum þess að fylgjast með sólsetrinu þennan daginn.
Erfiðleikastig: Létt
Vegalengd: 3 km
Hæðarmunur: 200 m
Ganga: ca. 4 klst
Dagur-3

Epomeo (Monte Epomeo) ásamt matarupplifun
Við hefjum daginn á góðum morgunmat og rúta sækir hópinn á hótelið. Ekið er til bæjarins Serrara Fontana, þar sem gengið er inn í þéttvaxinn skóg, Frassitelli, og upp að dásamlegu svæði þar sem hægt er að njóta stórfenglegs útsýnis yfir bæinn Forio sem þekktur er fyrir einstaka gróðursæld og ríki villtu kanínunnar. Við höldum göngunni áfram og niður til Falagna, gegnum skóg þar sem vaxa kastaníutré og þar getum við skoðað gömul steinhús sem einkenndu eyjuna áður fyrr. Áfram höldum við þar til að við komum á malarveg sem leiðir okkur að Pietra dell Acqua sem liggur upp á topp Epomeo fjalls, Punta San Nicola (789m). Þegar gengið er niður verður stoppað á einstökum veitingastað sem er einkennandi fyrir matarmenningu Ischia og hópnum er boðið upp á smakk af heimagerðum mat sem skolað er niður með Biancolella víni. Eftir matarsmökkunina tökum við stutta göngu niður brekku þar sem rútan bíður okkar og ekur heim á hótel. Kvöldmatur á hótelinu.
Erfiðleikastig: Miðlungs
Vegalengd: 6.8 km
Hæðarmunur: 420 m
Ganga: ca. 6 klst
Dagur-4

Bátsferð í kringum Ischia
Við hefjum daginn á morgunverð á hótelinu áður en við verðum sótt og leggjum af stað í bátsferð umhverfis Ischia. Bátsferð í kringum Ischia er einstök upplifun og á leiðinni verður stoppað og býðst farþegum að baða sig í sjónum á ákveðnum stöðum. Léttur hádegisverður er í boði um borð, ásamt drykkjum og öðru meðlæti. Síðdegis kemur rúta og sækir hópinn þegar hann er kominn í land og ekur að hótelinu þar sem snæddur verður kvöldverður.
Dagur-5

Cannavale & Fonte di Nitrodi, ásamt matarupplifun
Í dag liggur leiðin til bæjarins Faiano. Gengið verður frá Via Cretaio og í gegnum eina af elstu slóðum Ischia sem fólk notaði áður fyrr þegar verið var að safna vatni. Gengið er upp margar steintröppur þar sem kastaníuviðurinn víkur fyrir gríðarstórum vínekrum og hægt að njóta kyrrðarinnar í rólegheitum í Piano San Paolo. Við höldum áfram í áttina að Cannavale búgarðinum þar sem verður hægt að smakka á léttmeti beint frá býli á meðan við njótum stórfenglegs útsýnis yfir flóann áður en við hefjum gönguna upp að Madonnina di Buttavento. Héðan verður gengið upp að forna þorpinu Buonopane og farið er að uppsprettu Ninfe di Nirodi þar sem hægt er að fara í náttúrusturtu. Eftir slökun og smá pásu sækir rúta hópinn og ekur honum upp á hótel.
Erfiðleikastig: Miðlungs
Vegalengd: 6 km
Hæðarmunur: 200 m
Ganga: ca. 6 klst
Dagur-6

Á slóðum Biancolella
Við byrjum daginn á ljúffengum morgunverði áður en rútan sækir hópinn og ekur honum upp að þorpinu Campagnano. Þaðan liggur leið okkar upp að Le Torre di Mezzo þar sem blasir við fallegt útsýni yfir Napólíflóa. Eftir að hafa notið útsýnisins þar leggjum við af stað til yfirgefna þorpsins Piano Liguori. Á leiðinni munum við ganga meðfram matjurtagörðum og vínekrum sem kúra í hlíðunum hátt yfir sjávarmáli og þar gefur að líta stórkostlegt útsýni yfir Sgarrupata flóann. Við höldum svo göngunni áfram eftir gamalli gönguleið gegnum móberg og gömul goslög. Þegar komið er á áfangastað bíður okkar verðskulduð slökun ásamt því að smakka á mat og víni sem ræktað er af heimamönnum. Að því loknu hefjum við gönguna heim, gengið er niður bratta brekku sem er ein af elstu götum eyjunnar en þar bíður rútan eftir okkur og ekur okkur til baka á hótelið þar sem við snæðum kvöldmat og eigum skemmtilega stund.
Erfiðleikastig: Miðlungs/Erfitt
Vegalengd: 5 km
Hæðarmunur: 300 m
Ganga: ca. 6 klst
Dagur-7

Eyjan Ischia (frjáls dagur)
Í dag er frídagur og þar af leiðandi hægt að kynnast miðbæ Ischia betur t.d með strandferð, búðarrölti eða heimsækja náttúrulegt Spa.Tilvalið er að bæta við aukaferðum ef áhugi er fyrir en farþegum býðst að bóka heils dags skoðunarferð til Capri eða hálfan dag til Procida.
Dagur-8
Heimferð
Eftir morgunmat förum við með rútu niður að höfn og tökum ferjuna til Pozzuoli. Þar bíður okkar rúta sem ekur okkur á flugvöllinn í Róm fyrir heimflug til Keflavíkur.
Upplýsingar
Innifalið
- Beint flug fram og til baka með Icelandair
- Flugvallargjöld og skattar ásamt ferðatösku og handfarangri
- Rútuferð til og frá flugvelli og bátsferð frá Pozzuoli á áfangastaðinn Ischia
- Standard hótelherbergi á 4 stjörnu hóteli – Park Hotel Carlo Magno
- Fordrykkur í boði hótelsins
- Hálft fæði (kvöld- og morgunmatur)
- Matarupplifun og smakk í þeim göngum sem við á
- Rúta til og frá hóteli í skoðunarferðir
- Íslensk fararstjórn og leiðsögn með innlendum leiðsögumanni
- Trygging (Centrale Operativa Ima Italia Assistance S.p.A. Opið allan sólarhringinn, læknisaðstoð)
Ekki innifalið
- Drykkir á meðan dvöl stendur
- Borgarskattur/þjórfé (Ef við á)
- Önnur persónuleg þjónusta á meðan dvöl stendur
Bókanir
Til að bóka ferð er valin dagsetning efst undir “Skoða framboð og bóka” við viðkomandi ferð.
Verð fyrir tvíbýli 290.000 ISK fyrir tvo fullorðna á mann.
Verð fyrir einbýli 330.000 ISK.
Staðfestingargjald greiðist við bókun og er 35.000kr.
Skilmálar
Greiðslu upplýsingar
- Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
- Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
- Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.
Afbókanir
Ef afbókað er 6 vikum fyrir brottför, er pöntun felld niður. Ef afbókað er seinna eða ef ekki er mætt er engin endurgreiðsla.
Áfram Flakk áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða sameina ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.