Gönguferðir - Menningarferðir - Siglingar

Eyjahopp, Amalfi og Positano

Sigling/Eyjahopp
8 dagar/7 nætur

8–15. september 2024

Fararstjóri: Sigurbjörg Magnúsdóttir

Napolíflói hefur upp á margt að bjóða, þar kúra þorp og bæir meðfram allri ströndinni auk þess sem Napolí er í botni flóans. Á flóanum eru nokkrar eyjar sem sumar eru byggðar og aðrar ekki. Þessar litlu eyjar er dásamlegt heim að sækja, náttúrufegurð, matur og menning mismunandi eftir hverri eyju fyrir sig þar sem hver og ein hefur sína sérstöðu. Að sigla á milli þessarra eyja, fara í land og kynnast hverri fyrir sig er ævintýri líkast og ekki er síðra að baða sig í tærum sjónum á vel völdum stöðum. Capri er ein vinsælasta ferðamannaeyja heims, Procida með fallegu pastellituðu húsin og safaríkar stórar sítrónur og síðast en ekki síst Ischia sem býður upp á óteljandi möguleika í mat, drykk, gönguferðum og strendur þar sem hægt er að njóta sólar, sands og sjávar. Að sigla með strönd Sorrento skagans er ævintýri líkast, stórbrotið landslag, fallegar strendur og þorp og bæir sem virðast bókstaflega byggðir inn í klettana. Heimsókn til Amalfi og Positano er draumi líkust. Að rölta um bæina og njóta þess besta sem bæjarbúar bjóða upp á í mat og drykk, þröngar götur og mikið mannlíf er upplifun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Skoða framboð og bóka

8-15. september 2024

Bókun>>>

Dagur-1

Koma til Ischia

Flogið með Icelandair frá Keflavík til Rómar. Rúta bíður okkar á flugvellinum og ekur okkur til Pozzuoli (ca. 3 klst) þar sem við tökum ferju yfir til Ischia, u.þ.b. klukkutíma sigling. Rútuferð frá höfninni á Ischia að Park Hotel Carlo Magno, í bænum Forio þar sem fer fram úthlutun herbergja og síðan kvöldmatur.

Dagur-2

Slökun og kvöldverður á A´Paranza Sea Restaurant

Við byrjum þennan dag í rólegheitum með morgunverð á hótelinu og síðar verðaa farþegar boðnir velkomnir af íslenskum gestgjafa sem búsett er á Ischia. Fordrykkur í boði á meðan farið er yfir dagskrá ferðarinnar ásamt fleiri atriðum sem gott er að vita. Eftir það er frjáls tími þar til síðdegis þegar við förum með rútu yfir til eins mest heillandi og elsta bæjar Ischia, Ischia Ponte sem hinn mikilfenglegi kastali Aragonese Castle gnæfir yfir og rammar inn umhverfið þar sem við borðum kvöldmat á veitingastaðnum A´Paranza Sea Restaurant og njótum hins fræga Biancolella víns sem er innlend framleiðsla.
Eftir matinn er hægt að rölta aðeins um bæinn eða njóta þess að sitja lengi og borða og drekka að ítölskum sið. Rúta heim á hótel að loknum kvöldverði.

Dagur-3

Bátsferð í kringum Ischia

Við hefjum daginn á morgunverð á hótelinu áður en við verðum sótt og leggjum af stað í bátsferð umhverfis Ischia. Bátsferð í kringum Ischia er einstök upplifun og á leiðinni verður stoppað og býðst farþegum að baða sig í sjónum á ákveðnum stöðum. Léttur hádegisverður er í boði um borð, ásamt drykkjum og öðru meðlæti. Síðdegis kemur rúta og sækir hópinn þegar hann er kominn í land og ekur að hótelinu þar sem snæddur verður kvöldverður.

Dagur-4

Capri

Eftir morgunverð sækir rútan okkur og við förum til hafnarinnar í Ischia þar sem við förum um borð í ferju til eyjunnar Capri sem flestir þekkja. Capri er annáluð fyrir fegurð og sögulega menningu. Í dag er Capri gríðarlega vinsæll ferðamannastaður og þekkt um allan heim. Meðal þekktustu staða á Capri eru garðar Augustusar, Faraglioni og Via Krupp. Frjáls tími og hægt að njóta þess að fá sér mat og kaffi áður en haldið er aftur niður að höfninni þar sem við tökum ferjuna aftur til Ischia seinnipartinn. Rútan bíður okkar við höfnina á Ischia og skutlar okkur á hótelið fyrir kvöldverð.

Dagur-5

Morgunverður og frjáls dagur

Í dag er frídagur og tilvalið að nota hann til að slaka á og njóta sundlaugarinnar og þess sem hótelið hefur upp á að bjóða. Einnig er mögulegt að skipuleggja ferðir til eyjanna í nágrenninu, Capri , Procida eða skreppa til Amalfi og Positano.
Þá er einnig hægt að njóta dagsins með heimsókn í Poseidon Garden, þar sem eru náttúruböð, sundlaugar og spa af ýmsum gerðum. Einnig er tilvalið að njóta dagsins í miðbænum eða á ströndinni svo fátt eitt sé nefnt.

Dagur-6

Procida – Hálfur dagur

Eftir morgunmat gefst góður tími til að njóta sólar og sundlaugar áður en við verðum sótt til að fara með ferju til eyjarinnar Prosida, sem var titluð „höfuðborg Ítalskrar menningar árið 2022“. Prosida er minnsta eyjan í Campania eyjaklasanum. Við ökum um eyjuna, gerum útsýnis stopp í Marina di Chiaiolella þaðan sem er mjög fallegt útsýni og stoppum einnig í Punta Pizzaco. Við ætlum heimsækja sögulega klaustrið Abbey of San Michele Arcangelo þar sem boðið er upp á túr með leiðsögn. Þar er hins vegar mjög takmarkaður aðgangur svo ekki er öruggt að við getum komist í leiðsagða ferð um staðinn. Við göngum um sögufræga þorpið og stoppum við The Belvedere dei Cannoni þar sem við njótum dásamlegs útsýnis og fáum að bragða á local framleiðslu Procida. Að lokum höfum við frjálsan tíma til að versla og skoða okkur um í Marina Grande og Borgo Sent‘Co áður en við höldum til hafnarinnar og tökum ferju heim til Ischia. Rútan bíður við höfnina og skutlar á hótelið fyrir kvöldmat.

Dagur-7

Amalfi / Positano dagsferð

Eftir morgunverð sækir rútan okkur og við förum til hafnarinnar í Ischia þar sem við förum um borð í ferju til Amalfi og Positano á Sorrentoskaganum. Siglingin tekur dágóðan tíma og þegar við komum til Amalfi förum við í land og verjum dálitltum tíma í að rölta um bæinn og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða. Að því loknu siglum við til Positano og endurtökum leikinn þar. Auk þess er boðið upp á frían hádegismat. Að lokum siglum við til baka til Ischia, þar sem rútan bíður okkar og ökum heim á hótel.

Dagur-8

Heimferð

Eftir morgunmat förum við með rútu niður að höfn og tökum ferjuna til Pozzuoli. Þar bíður okkar rúta sem ekur okkur á flugvöllinn í Róm fyrir heimflug til Keflavíkur. Áætluð brottför frá Róm er kl 16 og heimkoma kl 18:50

Upplýsingar

Innifalið

  • Beint flug fram og til baka með Icelandair
  • Flugvallargjöld og skattar ásamt ferðatösku og handfarangri
  • Rútuferð til og frá flugvelli og bátsferð frá Pozzuoli á áfangastaðinn Ischia
  • Standard hótelherbergi á 4 stjörnu hóteli – Park Hotel Carlo Magno
  • Fordrykkur í boði hótelsins
  • Hálft fæði (kvöld- og morgunmatur)
  • Matarupplifun og smakk í þeim göngum sem við á
  • Rúta til og frá hóteli í skoðunarferðir
  • Íslensk fararstjórn og leiðsögn með innlendum leiðsögumanni
  • Trygging (Centrale Operativa Ima Italia Assistance S.p.A. Opið allan sólarhringinn, læknisaðstoð)
  • Glaðningur frá Áfram Flakk

Ekki innifalið

  • Drykkir á meðan dvöl stendur
  • Borgarskattur/þjórfé (Ef við á)
  • Önnur persónuleg þjónusta á meðan dvöl stendur

Athugið:
Dagskrá getur verið breytileg vegna utanaðkomandi áhrifa t.d. veðurfar. Ekki er dregið úr fjölda né gæðum upplifunar. Breytingar á dagskrá innifela ekki í sér endurgreiðslu eða afslátt á ferð. Við bókun skal taka fram hverskonar fæðuóþol eða ofnæmi þannig að sem best sé hægt að koma til móts við þarfir allra gesta.

Bókanir

Til að bóka ferð er valin dagsetning efst undir “Skoða framboð og bóka” við viðkomandi ferð.

Verð fyrir tvíbýli 360.000 ISK fyrir tvo fullorðna á mann.
Verð fyrir einbýli 390.000 ISK.
Staðfestingargjald greiðist við bókun og er 35.000kr.

Skilmálar

Greiðslu upplýsingar

  • Greiðsla fer fram um örugga greiðslugátt hjá Teya, kerfin eru samtengd og eru greiðslur skráðar sjálfkrafa inn á þína bókun.
  • Staðfestingargjald á ferð eru 35.000 ISK per mann sem greiðist við bókun og er óafturkræft.
  • Fullgreiða þarf ferð 85 dögum fyrir brottför, við sendum greiðslulink með vefpóst 85 dögum fyrir brottför.

Afbókanir

Ef afbókað er 6 vikum fyrir brottför, er pöntun felld niður. Ef afbókað er seinna eða ef ekki er mætt er engin endurgreiðsla.

Áfram Flakk áskilur sér rétt til að fella niður ferðir eða sameina ferðir ef lágmarksþátttaka næst ekki.

Myndir